Jurgen Klopp stjóri Liverpool var ánægður í leikslok eftir sigur liðsins á LASK í Austurríki í Evrópudeildinni í dag.
Liðið lenti marki undir í hálfleik en kom til baka og vann að lokum 3-1, ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili.
„Við vorum í vandræðum með margt í fyrri hálfleik, andstæðingurinn skorar með eina skotinu sínu, það var ekki eins og þeir óðu í færum. Við vorum í vandræðum með völlinn en það er okkur að kenna, við verðum að venjast því," sagði Klopp.
„Við gerðum miklu betur í seinni hálfleik, við hugsum ekki að það séu góð úrslit að vera marki undir í hálfleik og koma til baka. Ég sá nógu margt jákvætt í fyrri hálfleik til að sýna strákunum og halda því áfram og hætta pirringnum þá áttum við góða möguleika."
Athugasemdir