Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham segir að hann sé opinn fyrir því að selja sinn hlut í félaginu, ef að er best fyrir hag félagsins.
Levy stýrir félaginu fyrir hönd ENIC sem á 86,5% hlut í félaginu.
Levy stýrir félaginu fyrir hönd ENIC sem á 86,5% hlut í félaginu.
Stuðningsmenn Tottenham kölluðu eftir því að Levy myndi stíga frá borði eftir vonbrigði á síðasta tímabili.
„Ég hef ekki áhuga á því að yfirgefa Tottenham, en það er skylda mín að skoða allt sem kemur á borðið. Þetta snýst ekki um mig sjálfan heldur félagið. Við rekum félagið eins og opinbert fyrirtæki," segir Levy.
Hann segir að fjöldi aðila hafi sýnt félaginu áhuga, sérstaklega eftir að það flutti á nýjan leikvang 2019.
„Ef einhver kemur með alvöru tilboð til stjórnarinnar þá skoðum við það með ráðgjöfum okkar. Og ef við teljum það henti hag félagsins þá erum við opnir fyrir öllu."
Athugasemdir