
Bosníska fótboltasambandið hefur gefið út tilkynningu þess efnis að búið sé að reka Meho Kodro úr starfi landsliðsþjálfara.
Hans síðasti leikur var 1-0 tap gegn Íslandi á Laugardalsvelli þar sem Alfreð Finnbogason gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann hafði verið 30 daga í starfinu þegar kom að leiknum gegn Íslandi.
Hans síðasti leikur var 1-0 tap gegn Íslandi á Laugardalsvelli þar sem Alfreð Finnbogason gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann hafði verið 30 daga í starfinu þegar kom að leiknum gegn Íslandi.
Kodro stýrði Bosníu aðeins í tveimur leikjum, í naumum sigri gegn Liechtenstein og í tapi gegn Íslandi.
Þetta eru önnur þjálfaraskipti Bosníu síðan undankeppnin hófst. Faruk Hadzibegic, sem var við stjórnvölinn þegar Bosnía vann Ísland 3-0, var rekinn úr starfi í júní.
Það gustar mikið um fótboltasamband Bosníu og Hersegóvínu og það ekki í fyrsta sinn. Margir vilja meina að vandamálið sé í rótunum og sé stjórn sambandsins.
Athugasemdir