Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 18:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Liverpool lenti undir en hefur snúið blaðinu við

Liverpool hefur verið í brasi í upphafi leikja á þessari leiktíð og það vandamál hélt áfram í dag en liðið er að leika gegn LASK í Austurríki.


Voru með forystuna í hálfleik þar sem Florian Flecker kom LASK yfir með stórkostlegu marki eftir hornspyrnu. Leikmenn Liverpool skildu hann aleinan eftir fyrir utan teiginn og hann negldi boltanum framhjá Caoimhin Kelleher í marki Liverpool.

Darwin Nunez jafnaði metin eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik úr vítaspyrnu en Liverpool fékk vítaspyrnu þegar brotið var á Luis Diaz inn í teignum.

Luis Diaz kom svo Liverpool yfir stuttu síðar eftir fyrirgjöf frá Ryan Gravenberch sem er í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool.

Markið hjá Flecker
Vítaspyrnudómurinn og markið hjá Nunez
Markið hjá Luis Diaz


Athugasemdir
banner
banner
banner