Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari FCK ósáttur við hrokann í tyrkneskum blaðamönnum - „Sýnið virðingu"
Neestrup á Kópavogsvelli í sumar.
Neestrup á Kópavogsvelli í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneskir blaðamenn óskuðu leikmanni FCK til hamingju með stigið eftir leik liðsins gegn Galatasaray í gær.

FCK leiddi með tveimur mörkum allt þar til í lok leiks þegar Galatasaray nýtti sér liðsmuninn og jafnaði. FCK missti mann af velli og Tyrkirnir náðu að nýta sér það og jafna leikinn. Lokatölur 2-2.

Jacob Neestrup, þjálfari FCK, heyrði tyrkneska blaðamenn óska leikmanni hans til hamingju með stigið og var hreint ekki sáttur og hélt ræðu yfir þeim. Neestrup hætti í smá tíma að ræða við dönsku pressuna og sneri sér að Tyrkjunum.

„Þið verðið að sýna okkur virðingu. Við töpuðum tveimur stigum. Í hvert einasta skipti sem við spilum við ykkur, þá vinnum við."

„Þó að þið byrjið á því að segja: 'Til hamingju með stigið' búist þið við því að við höldum áfram að mæta í viðtöl."

„Til hamingju með hvað? Við töpuðum tveimur stigum. Það er slæmt og það er ekki nægilega gott. Við verðum að vinna leiki eins og þennan,"
sagði Neestrup sem útskýrði svo fyrir dönsku pressunni hvað hefði gerst.

„Ég gerði þetta því að danskur fótbolti hefur heilt yfir sýnt að hann er á pari við tyrknesk félagslið. FCK er með frábæra sögu í leikjum gegn tyrkneskum liðum, en þrátt fyrir það eru þeir (fjölmiðlamennirnir) hissa að við getum spilað fótbolta þegar við ræðum við þá."

„Þeir spurðu mig hvaða leikmann ég vildi fá úr liði Galatasaray. Svarið er enginn,"
sagði Neestrup.

Danska liðið var betra liðið í leiknum en rauða spjaldið breytti gangi leiksins.

Sjá einnig:
Útskýrir af hverju Orri kom inn á og var tekinn aftur út af
Athugasemdir
banner