„Valur er að reyna fylla skarð Birkis Más Sævarssonar og það á að fara í efstu hillu. Valgeir Valgeirsson takk," sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.
Eins og fjallað var um hér á Fótbolti.net er Birkir ásamt fjölskyldu sinni að flytja til Svíþjóðar eftir tímabilið á Íslandi.
Eins og fjallað var um hér á Fótbolti.net er Birkir ásamt fjölskyldu sinni að flytja til Svíþjóðar eftir tímabilið á Íslandi.
Það er þó ekki alveg útilokað að hann spili með Val á næsta tímabili. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að ef Birkir yrði áfram þá þyrfti Valur einn bakvörð. Ef Birkir færi þá vildi hann fá tvo bakverði inn í hópinn.
Valgeir Valgeirsson er U21 landsliðsmaður, verður 21 árs á morgun og hefur verið í rúmt ár hjá sænska félaginu Örebro. Örebro keypti Valgeir af uppeldisfélaginu HK í sumarglugganum fyrir rúmu ári síðan.
Hann hefur byrjað ellefu leiki í sænsku B-deildinni á tímabilinu og komið sex sinnum inná sem varamaður. Í byrjun móts missti hann af fimm leikjum, fyrir utan þá hefur hann komið við sögu í öllum leikjum Örebro. Í síðasta deildarleik var Valgeir tekinn af velli í hálfleik.
Athugasemdir