Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar endurheimta menn fyrir næsta leik - Fyrsta tognun Matta á ferlinum?
Þrautasaga Ara heldur áfram í sumar
Matti Villa verið öflugur með Víkingi.
Matti Villa verið öflugur með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins.
Gunnar Vatnhamar hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni hjá Víkingi þegar liðið fékk KR í heimsókn í gær. Matthías Vilhjálmsson, Gunnar Vatnhamar og Halldór Smári Sigurðsson voru ekki í hópnum.

Lokatölur urðu 2-2 sem varð til þess að Víkingar þurfa að bíða aðeins lengur eftir því að fagna Íslandsmeistaratitlinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ari Sigurpálsson meiddist í leiknum, fór af velli í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um leikmennina fjóra efir leik.

„Það voru nokkur forföll, bæði í gær og í vikunni, strákarnir sem komu inn: Gísli Gotti og fleiri stóðu sig hrikalega vel. Það er alls ekki 'disaster' að gera jafntefli á móti frísku liði KR, mögulega er þetta bara gott stig," sagði Arnar.

„Við fáum Halla og Gunnar til baka í næsta leik, ég held að það sé alveg pottþétt. Þrautasaga Ara heldur áfram í sumar. Hann er einhvern veginn ekki að ná að hrista þetta af sér og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Hann virðist taka eitt skref fram á við og tvö afturábak. Það er mjög slæmt og við þurfum að skoða það eitthvað betur."

„Matti, fyrsta tognunin hans held ég síðan hann byrjaði í fótbolta. Það er erfitt að meta hvernig skrokkurinn mun bregðast við. Við fáum menn inn fyrir Blikaleikinn, það er alveg klárt,"
sagði Arnar.

Ari fann fyrir lærinu frá byrjun leiks í gær og á hann eftir að fara í frekari skoðun hjá lækni. Matti svaraði fyrirspurn Fótbolta.net á þann hátt að ef um tognun væri að ræða þá væri það vissulega sú fyrsta á ferlinum. Það væri þó ekki alveg klárt hvort um tognun væri að ræða og kæmi það betur í ljós á morgun.

Sjá einnig:
Arnar hló að lokaspurningunni: Við mætum á réttum tíma
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Athugasemdir
banner
banner