„Þetta átti alltaf að standa, þetta er ekkert skoðun. Það vita allir að markið átti að standa," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem rætt var um umtalaðasta atvik helgarinnar.
Elías Ingi Árnason dæmdi ranglega mark af ÍA í lok leiksins gegn Víkingi. Markið hefði að öllum líkindum endað sem sigurmark Skagamanna en í staðinn fóru Víkingar í sóknina og skoruðu sigurmarkið.
Þessi mistök og atburðarás hafa mikla þýðingu, bæði fyrir Víking í titilbaráttunni og svo fyrir ÍA sem á ekki lengur möguleika á Evrópusæti.
Elías Ingi Árnason dæmdi ranglega mark af ÍA í lok leiksins gegn Víkingi. Markið hefði að öllum líkindum endað sem sigurmark Skagamanna en í staðinn fóru Víkingar í sóknina og skoruðu sigurmarkið.
Þessi mistök og atburðarás hafa mikla þýðingu, bæði fyrir Víking í titilbaráttunni og svo fyrir ÍA sem á ekki lengur möguleika á Evrópusæti.
„Leiðinlega við þetta er að hann hefur líklega verið besti dómarinn í sumar. Það hefur verið mikill stígandi hjá honum og átt geggjað tímabil, farinn að fá stærri leiki og svo lendir hann á algjörum vegg og ofan í holu," segir Elvar.
„Mér líður svolítið eins og þetta sé markvörður sem hefur varið fullt af færum í leiknum og svo fær hann klaufamark á sig á 90. mínútu, þeir tapa leiknum og hann getur ekki verið maður leiksins," segir Valur Gunnarsson og bætir við:
„Þetta er alveg ömurlegt og Elíasi Inga líður örugglega hræðilega yfir þessu. Það verður bara að vera áfram gakk. Við sem aðdáendur íslenska fótboltans megum bara ekki drepa manninn, hann er góður dómari og við eigum ekki of marga þannig."
„Ég var sjálfur mjög reiður heima og því ég hafði áhyggjur af því að hann væri að taka af okkar úrslitaleikinn. Þá var ekki ég ekki að hugsa um Skagamenn því tímabilið er búið núna."
Í þættinum var einnig talað um mögulegan dómara í úrslitaleik Víkings og Breiðabliks næsta sunnudag en búist er við því að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmi þann leik.
Athugasemdir