Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 16:27
Elvar Geir Magnússon
„Var Elli að eyðileggja Íslandsmótið þarna?“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru magnaðar senur í leik ÍA og Víkings í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar í dag. Um ver að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið, Skagamenn eru í Evrópubaráttu en Víkingar að keppa um Íslandsmeistaratitilinn.

Staðan var 3-3 þegar ÍA skoraði eftir hornspyrnu í uppbótartíma. Elías Ingi Árnason dómari dæmdi markið af en erfitt er að sjá hvað hann var að dæma. Allir virðast undra sig á dómnum. Strax á eftir fór Víkingur í sókn og skoraði sigurmarkið.

Leikmenn ÍA létu óánægju sína í ljós á vellinum og á samfélagsmiðlum lætur fólk í sér heyra. Stuðningsmenn ÍA eru allt annað en sáttir og einnig stuðningsmenn Breiðabliks enda Blikar í keppni við Víking um titilinn.

Hér má sjá samantekt á viðbrögðunum á X samfélagsmiðlinum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.


Athugasemdir
banner
banner