Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 21. október 2025 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Tap hjá Andra í botnslag - Coventry styrkir stöðu sína á toppnum
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Blackburn þegar liðið tapaði gegn Sheffield United í botnbaráttuslag í Championship deildinni.

Andri átti þátt í fyrsta marki leiksins. Hann átti fyrirgjöf á Dion De Neve sem hitti boltann illa en hann barst til Yuki Ohashi sem skoraði af stuttu færi.

Sheffield jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og Harrison Burrows kom Sheffield yfir. Undir lok leiksins innsiglaði Tyrese Campbell sigur Sheffield eftir sendingu frá Burrows.

Blackburn er í 23. sæti með sjö stig en Sheffield United er með 9 stig í 21. sæti.

Coventry, undir stjórn Frank Lampard, styrkti stöðu sína á toppnum með sigri gegn Portsmouth. Liðið er fjórum stigum á undan Middlesbrough sem á leik til góða. Portsmouth er í 15. sæti með 13 stig.

Alfons Sampsted kom inn á undir lokin þegar Birmingham lagði Preston. Willum Þór Willumsson er áfram á meiðslalistanum hjá Birmingham og Stefán Teitur Þórðarson var ónotaður varamaður hjá Preston.

Birmingham er í 12. sæti með 15 stig en Preston er í 10. sæti með 16 stig. Leicester hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum. Liðið tapaði gegn Hull í kvöld. Hull hefur unnið þrjá leiki í röð. Hull er í 7. sæti með 18 stig en Leicester í 8. sæti með 17 stig.

Derby, Charlton, Bristol City og Millwall föguðu sigrum.

Hull City 2 - 1 Leicester City
1-0 Liam Millar ('6 )
2-0 Joe Gelhardt ('31 )
2-1 Aaron Ramsey ('67 )

Bristol City 3 - 1 Southampton
0-1 Adam Armstrong ('30 )
1-1 Anis Mehmeti ('33 )
2-1 Scott Twine ('57 )
3-1 Scott Twine ('64 )

Ipswich Town 0 - 3 Charlton Athletic
0-1 Sonny Carey ('52 )
0-2 Macaulay Gillesphey ('55 )
0-3 Miles Leaburn ('64 )

Blackburn 1 - 3 Sheffield Utd
1-0 Yuki Ohashi ('40 )
1-1 Axel Henriksson ('54 , sjálfsmark)
1-2 Harrison Burrows ('70 )
1-3 Tyrese Campbell ('90 )

Millwall 2 - 0 Stoke City
1-0 Femi Azeez ('10 )
2-0 Tristan Crama ('21 )

Derby County 1 - 0 Norwich
1-0 David Ozoh ('55 )

Preston NE 0 - 1 Birmingham
0-1 Phil Neumann ('33 )

Portsmouth 1 - 2 Coventry
0-1 Brandon Thomas-Asante ('30 )
0-2 Brandon Thomas-Asante ('56 )
1-2 Makenzie Kirk ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner