Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Redknapp líkti Pochettino við Saddam Hussein
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, hefur miklar mætur á Mauricio Pochettino og telur að Arsenal myndi gera mjög vel að krækja í stjórann.

Pochettino er án félags eftir að hafa verið rekinn sem stjóri Tottenham í gær. Hann hefur meðal annars verið orðaður við FC Bayern og Arsenal eftir brottreksturinn.

„Eftir brottreksturinn eru eflaust nokkrir úrvalsdeildarstjórar sem eru smeykir um stöðu sína við stjórnvölinn. Það eru einn eða tveir forsetar í enska boltanum sem hafa áhuga á Pochettino og gætu skipt um stjóra," sagði Redknapp við talkSPORT.

„Það eru félög í London sem eru að fara í gegnum erfiða tíma. Af hverju ætti hann ekki að fara til Arsenal? Haldiði að stuðningsmenn Arsenal munu ekki elska hann? Ef þú ferð þangað inn og byrjar að vinna fótboltaleiki þá munu stuðningsmenn elska þig þó þú sért Saddam Hussein.

„Stuðningsmönnum er skítsama hver þú ert ef stigin koma inn í hverri viku. Þeir eru að fara að syngja um þig þó þu sért Saddam. Þetta gerist í fótbolta. Sol Campbell, George Graham, Terry Neill og Pat Jennings fóru allir þarna á milli. Þetta hefur gerst áður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner