Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Taison varð fyrir kynþáttafordómum - Í eins leiks bann
Mynd: Getty Images
Taison, leikmaður Shakhtar Donetsk, hefur verið dæmdur í eins leiks bann. Hann fékk rautt spjald í leik með Shakhtar fyrr í mánuðinum fyrir að bregðast við kynþáttaníð sem hann varð fyrir.

Hinn 31 árs gamli Taison var með bendingar í átt að áhorfendum Dynamo og sparkaði boltanum síðan í átt að þeim í 1-0 sigri gegn Dynamo Kiev.

Dómari leiksins tók leikmennina af vellinum og þegar þeir sneru aftur fimm mínútum síðar rak hann Taison af velli.

Shakhtar sagði að Taison og landi hans, Dentinho, hefðu orðið fyrir kynþáttafordómum og að Dynamo Kiev hefði tvisvar fengið viðvörun vegna þess. Næsta skref hefði verið að flauta leikinn af.

Nú hefur verið Taison verður dæmdur í bann.

„Við erum mjög vonsvikin með ákvörðun úkraínska knattspyrnusambandsins að dæma Taison í eins leiks bann," segja alþjóðlegu leikmannasamtökin, Fifpro.

„Að refsa fórnarlambi kynþáttafordóma er óskiljanlegt."

Úkraínska knattspyrnusambandið staðfesti bannið í dag og var einnig greint frá því að Dynamo Kiev þurfi að spila einn leik á bak við luktar dyr og greiða sekt að jafnaði 2,5 milljóna íslenskra króna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner