Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. nóvember 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Auknar líkur á að Wijnaldum fari á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images
Samningur Georginio Wijnaldum við Liverpool rennur út næsta sumar. Miðað við fréttaflutning enskra miðla í gær eru auknar líkur á því að Gini fari frá félaginu á frjálsri sölu.

Gini gekk í raðir Liverpool sumarið 2016 og hefur Jurgen Klopp gert hann að lykilmanni liðsins síðan.

Wijnaldum hefur að lágmarki byrjað 27 leiki á þeim fjórum leiktíðum sem hann hefur leikið með Liverpool og hann byrjaði alla nema þrjá leiki liðsins á síðustu leiktíð.

Gini er þrítugur og er sagt líklegast að hann fari til Barcelona þar sem hann myndi hitta fyrir Ronald Koeman sem var þjálfari hollenska landsliðsins.


Athugasemdir
banner