banner
   lau 21. nóvember 2020 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að það verði heyrt í Rangnick til að taka við af Löw
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Raphael Honigstein, einn virtasti fjölmiðlamaður Þjóðverja, telur að þýska landsliðið þurfi á breytingum að halda fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Joachim Löw hefur stýrt Þýskalandi í 14 ár. Hann gerði liðið að heimsmeisturum 2014 en eftir það hefur árangurinn ekki verið góður. Liðið féll úr leik í riðlakeppninni á HM 2018.

Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spánverjum í Þjóðadeildinni á dögunum og Honigstein vill meina að það sé kominn tími á að Löw taki sér annað fyrir hendur.

„Áhuginn, sérstaklega á meðal yngri leikmanna, hefur verið lítill í Þjóðadeildinni. Löw nýtur ekki sömu tengsla og hann gerði með Schweinsteiger kynslóðinni, og það er ólíklegt að það breytist. Leikmennirnir myndu samt fylgja honum ef þeir trúðu á stefnu hans, en það er augljóst að þeir gera það ekki," skrifar Honigstein fyrir The Athletic.

Hann hljómar ekki mjög bjartsýnn fyrir EM þar sem Þýskaland er í riðli með Frakklandi, Ungverjalandi og Portúgal.

Honingstein telur að það sé fáanlegur mjög öflugur einstaklingur til að taka við Löw. Sá einstkalingur: Ralf Rangnick, sem er 62 ára gamall og hefur stýrt félögum á borð við Stuttgart, Schalke og Hoffenheim á ferlinum. Hann var síðast yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull.

„Sérstaklega myndi sérþekking hans á þróun fótboltamanna hjálpa knattspyrnusambandinu sem ætlar sér í aðra byltingu á unglingastarfinu. Í júní 2021 verður Rangnick væntanlega kominn í annað starf nema þýska knattspyrnusambandið heyri í honum núna," skrifar Honigstein.

„Það eru hins vegar frekar líkur á því að þeir haldi áfram í því sama, í von um að liðið leiðrétti sig þegar það hittist aftur í mars. Það lofar ekki góðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner