mán 21. nóvember 2022 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Senegals og Hollands: Leikur sinn fyrsta landsleik
Andries Noppert.
Andries Noppert.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, tekur stóra ákvörðun í liðsvali sínu fyrir fyrsta leik á HM gegn Senegal.

Andries Noppert, markvörður Heerenveen, er í markinu og leikur hann sinn fyrsta A-landsleik. Noppert er hávaxnasti leikmaður mótsins þar sem hann er 2,03 á hæð.

Memphis Depay er ekki klár í slaginn hjá Hollendingum og byrjar Vincent Janssen í fremstu víglínu ásamt Steven Bergwijn.

Hollendingar stilla upp í fimm manna varnarlínu að hætti Van Gaal og verður fróðlegt að sjá hvernig það tekst upp.

Senegal varð fyrir áfalli á dögunum þegar kom í ljós að Sadio Mane gæti ekki tekið þátt á mótinu og þarf liðið því að treysta meira á Ismaila Sarr í sóknarleiknum.

Byrjunarlið Senegal: Mendy, Diallo, Koulibaly, Cissé, Sabaly, N. Mendy, Gueye, Diatta, Kouyaté, Sarr, Dia.

Byrjunarlið Hollands: Noppert, Blind, Aké, Van Dijk, De Ligt, Dumfries, De Jong, Berghuis, Gakpo, Bergwijn, Janssen.

Sjá einnig:
Ívar Örn spáir í Senegal - Holland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner