
England vann 6-2 sigur gegn Íran í leik þar sem Bukayo Saka skoraði tvívegis. Það var hinsvegar hinn ungi Jude Bellingham sem valinn var maður leiksins í einkunnagjöf Mirror.
Jordan Pickford 7
Var stærstan hluta leiksins áhorfandi.
Kieran Trippier 7
Líflegur og öflugur í hægri bakverðinum.
John Stones 7
Samstarf hans og Maguire gekk vel.
Harry Maguire 7
Átti frábæra frammistöðu og virtist fullur sjálfstrausts.
Luke Shaw 8
Þvílík frammistaða. Frábær fyrirgjöf á Bellingham í fyrsta marki leiksins.
Declan Rice 7
Var öryggið uppmálað.
Jude Bellingham 9 - Maður leiksins
Algjör klassaframmistaða. Nokkrar milljónir punda hafa bæst ofan á verðmæti Bellingham.
Mason Mount 7
Ótrúlega vinnusamur.
Bukayo Saka 8
Framúrskarandi og skoraði tvö mörk.
Raheem Sterling 8
Stendur sig þegar hann fer í enska landsliðsbúninginn. Var mjög hættulegur.
Harry Kane 8
Vann frábærlega fyrir liðið.
Varamenn: Dier 7, Grealish 6, Rashford 7, Foden 6, Wilson 6.
Athugasemdir