Nottingham Forest var með njósnara á U21 leik Íslands gegn Skotlandi á dögunum.
Samkvæmt frétt Nottingham Post þá var njósnarinn að fylgjast með Ben Doak, ungum leikmanni Liverpool. Félagið er að skoða það að fá hann á láni í janúar.
Doak, sem er 17 ára gamall, gekk í raðir Liverpool frá Celtic í sumar fyrir 600 þúsund pund. Hann hefur komið sér inn í myndina hjá aðalliði Liverpool upp á síðkastið og vakið athygli.
Skotland tapaði leiknum gegn Íslandi, en það er spurning hvort njósnarinn frá Forest hafi heillast af einhverjum af leikmönnum íslenska liðsins.
Kristall Máni Ingason, leikmaður Rosenborg í Noregi, skoraði bæði mörk Ísland í leiknum gegn Skotum.
Athugasemdir