
Giuseppe Rossi, fyrrum leikmaður Manchester United og ítalska landsliðsins, var verulega ósáttur við hegðun tyrkneska matreiðslumannsins, Nusret Gokce, á úrslitaleik HM í Katar á sunnudag.
Saltkóngurinn, sem á fjölmarga veitingastaði um allan heim, varð frægur á einni nóttu fyrir að strá salti yfir steikur.
Hann elskar athyglina og fara margar stórstjörnur reglulega á veitingastaði hans til að sjá hann strá salti og jafnvel apa það upp eftir honum.
Þessi vinsæli maður hefur þó fengið neikvæða athygli undanfarið en hann er sakaður um að stela þjórfé af starfsfólki sínu og þá hefur fólk kvartað yfir himinháu verði á veitingastöðum hans.
Sjá einnig:
Saltkóngurinn braut reglur FIFA
Hann var óvænt á úrslitaleiknum milli Frakklands og Argentínu á sunnudag en eftir leikinn mætti hann inn á völl og elti leikmenn Argentínu á röndum. Salt Bae tók myndir af sér með sigurvegurunum og hélt á HM-styttunni frægu, en það er bannað samkvæmt reglum FIFA. Aðeins útvaldir mega koma við styttuna.
Rossi, sem lék með Fiorentina, Manchester United, Villarreal og ítalska landsliðinu á ferli sínum, var ekki sáttur við þessa hegðun saltkóngsins.
„Salt Bae getur étið skít. Hann vill alla athyglina og snertir svo bikarinn. Hver í andskotanum ert þú eiginlega? Þinni tveggja mínútna frægð er lokið. Næsta mál,“ sagði Rossi á Instagram.
Terry Flewers, blaðamaður á GiveMeSport, skildi þá ekkert í því hvað hann væri að gera á vellinum og segir þetta algjöra skömm fyrir FIFA.
„Þetta er fáránlegt. FIFA ætti að skammast sín fyrir að leyfa honum að snerta, kyssa og halda á styttunni. Hann stráir salti yfir kjöt. Hvað í andskotanum er hann að gera þarna?“ sagði Flewers og spurði.
Salt Bae needs to be stopped pic.twitter.com/m6u9NIhs2X
— Barstool Sports (@barstoolsports) December 20, 2022
This is ridiculous, shame on FIFA for allowing him to touch, kiss, and hold the World Cup. Salt Bae drops salt on meat, what is he doing there? pic.twitter.com/gLyX7pT4OG
— Terry Flewers (@terryflewers) December 20, 2022
Athugasemdir