Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   sun 21. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd heimsækir Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa tekur á móti Manchester United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Lærlingar Unai Emery hafa verið í miklu stuði á fyrri hluta tímabils og eru búnir að vinna níu leiki í röð í öllum keppnum. Villa situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 33 stig eftir 16 umferðir, sex stigum á eftir toppliði Arsenal og með leik til góða.

Villa lagði topplið Arsenal að velli fyrir tveimur vikum og mæta leikmenn liðsins til leiks með fullt sjálfstraust í dag. Man Utd hefur verið að sýna skýr batamerki og verður áhugavert að fylgjast með þessari viðureign.

United er í sjöunda sæti með 26 stig sem stendur, sjö stigum á eftir Aston Villa.

Tyrone Mings, Pau Torres og Ross Barkley eru á meiðslalista heimamanna en Evann Guessand verður ekki með útaf Afríkumótinu og þá má Jadon Sancho ekki spila gegn Man Utd útaf ákvæði í lánssamningi. Harvey Elliott er tæpur vegna veikinda en Emiliano Martínez verður líklega á milli stanganna eftir að hafa verið frá keppni þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins.

Harry Maguire og Matthijs De Ligt eru meiddir í röðum Rauðu djöflanna á meðan Casemiro er í leikbanni. Amad Diallo, Bryan Mbeumo og Noussair Mazraoui eru á Afríkumótinu.

Leikur dagsins
16:30 Aston Villa - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner