Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   sun 21. desember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jafnaði met Ronaldo og hermdi eftir fagninu
Mynd: EPA
Kylian Mbappé skoraði seinna markið í sigri Real Madrid gegn Sevilla í spænsku deildinni í gærkvöldi. Með því jafnaði hann markamet portúgölsku goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo yfir eitt dagatalsár.

Mbappé steig á vítapunktinn á 86. mínútu og innsiglaði 2-0 sigur. Þetta var hans 59 mark fyrir Real Madrid á árinu, en hann fær ekki tækifæri til að bæta metið þar sem næsti leikur liðsins er eftir áramót.

„Það er ótrúlegt fyrir mig að jafna metið hans Cristiano á fyrsta árinu mínu hjá félaginu. Cristiano er besti leikmaður í sögu Real Madrid," sagði Mbappé, sem fagnaði að hætti Ronaldo þegar hann skoraði úr vítaspyrnunni.

„Ég tileinka þetta mark Ronaldo með því að fagna svona. Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig, hann hjálpaði mér í aðlögunarferlinu í Madríd og núna er frábært fyrir mig að geta hjálpað Real Madrid að vinna fótboltaleiki."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
13 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
14 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner
banner