Spánverjarnir Manuel Ferriol Martínez og David Bercedo eru búnir að framlengja samninga sína við Tindastól og munu leika fyrir félagið næstu tvö árin.
Manu og David eru fæddir 1998 og 1999 og hafa verið lykilmenn í byrjunarliði Sauðkrækinga síðastliðin tvö ár.
„Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár," segir meðal annars í tilkynningu frá Tindastóli.
Manu og David eru mjög ánægðir með lífið á Sauðárkróki og spenntir fyrir næstu árum með Tindastóli.
Tindastóll leikur í 3. deild og er markmiðið að fara upp á næsta ári. Stólarnir enduðu í 4. sæti í ár og voru tíu stigum frá því að komast upp um deild.
Athugasemdir




