Thomas Frank var ráðinn stjóri Tottenham síðasta sumar eftir að Ange Postecoglou var látinn taka pokann sinn eftir að hafa unnið Evrópudeildina á síðustu leiktíð.
Frank er undir mikilli pressu en Tottenham tapaði gegn Liverpool í gær. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Frank er undir mikilli pressu en Tottenham tapaði gegn Liverpool í gær. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segir að það eigi að kenna leikmönnum liðsins frekar um gengið.
„Það hefur verið óstöðugleiki, það hefur verið stjóri eftir stjóra en leikmannakaupin hafa ekki verið nægilega góð," sagði Redknapp.
„Leikmennirnir eru ekki góðir. Hversu oft ætla þeir að skipta um stjóra? Síðan Pochettino fór hefur hver á fætur öðrum komið og farið. Þetta er eins og hringekja. Þeir koma, fá stuttan tíma og eru svo farnir."
Athugasemdir



