Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   sun 21. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Toppslagur í Villarreal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er mikil spenna í spænska boltanum í dag þar sem öll toppbaráttuliðin nema eitt mæta til leiks.

Atlético Madrid hefur daginn á útivelli gegn fallbaráttuliði Girona og þurfa lærlingar Diego Simeone á sigri að halda. Þeir eiga 34 stig eftir 17 umferðir og eru níu stigum á eftir toppliði Barcelona.

Barca heimsækir svo Villarreal í stórleik helgarinnar. Þar mætast tvö lið sem eru á blússandi siglingu, Börsungar eru með sjö sigra í röð á meðan Villarreal hefur unnið síðustu sex.

Villarreal er að reynast spútnik lið tímabilsins en liðinu hefur verið að ganga hörmulega í öðrum keppnum. Lærlingar Marcelino duttu til að mynda óvænt úr leik í spænska bikarnum á dögunum eftir tap gegn Racing Santander sem leikur í næstefstu deild, auk þess að vera úr leik í Meistaradeild Evrópu með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.

Lærlingar Marcelino þurfa því að einbeita sér að spænsku deildinni og eru þeir í stöðu til að eiga draumatímabil þar eftir að hafa tapað í öllum öðrum keppnum.

Elche mætir svo Rayo Vallecano áður en Real Betis og Getafe eigast við í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins
13:00 Girona - Atletico Madrid
15:15 Villarreal - Barcelona
17:30 Elche - Rayo Vallecano
20:00 Real Betis - Getafe
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
13 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
14 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner