West Ham vann endurkomusigur gegn Tottenham í enska deildabikarnum í kvöld.
Tottenham komst yfir snemma leikks en West Ham jafnaði metin undir lok fyrri hálfeiks og náði forystunni áður en fyrri hálfleiknum lauk.
Það var sigurmarkið. Dagný Brynjarsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum en hún hefur aðeins spilað eina mínútu í síðustu þremur leikjum.
María Þórisdóttir spilaði tæpan klukkkutíma þegar Brighton tapaði 4-0 gegn Arsenal.
West Ham mætir Chelsea í undanúrslitum og Arsenal og Man City eigast við í hinni viðureigninni.
Athugasemdir