Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Berg og Milos töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur brösuglega hjá Al Wasl, ríkjandi meisturunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Milos Milojevic stýrði liðinu til sigurs í deildinni á síðustu leiktíð en liðið er í 7. sæti sem stendur eftir 13 umferðir.

Liðið tapaði 1-0 gegn Al Sharajah sem komst á toppinn með sigrinum í bili að minnsta kosti en liðið er með tveggja stiga forystu á Shabab Al-Ahli sem á leik til góða.

Nýbakaði faðirinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Orobah í Sádí-Arabíu eftir að dóttir hans, Svala, kom í heiminn.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 tapi gegn Al-Qadisiya. Al-Orobah er í 16. sætii með 13 stig en það er fallsæti. Liðið er stigi frá öruggu sæti.

Aron Einar Gunnarsson spilar eingöngu í Meistaradeildinni fyrir Al-Gharafa frá Katar en liðsfélagar hans unnu 2-0 gegn Al-Ahli Doha í deeildinnii í dag. Al-Gharafa mistókst að komast á toppinn en liðið er stigi á eftir Al-Duhail sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner