Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi skoraði fernu og Leganes tapaði
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi fór á kostum þegar Barcelona vann stórsigur á Eibar í spænsku úrvalsdeildinni.

Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu. Fyrir leikinn í dag hafði Messi ekki skorað í fjórum í röð með Barcelona, en það hafði ekki gerst frá árinu 2014.

Argentíski snillingurinn rauf markaþurrð sína á 14. mínútu. Hann skoraði tvö mörk til viðbótar og fullkomnaði þrennu sína fyrir lok fyrr hálfleiks. Hann skoraði svo fjórða mark sitt á 87. mínútu. Brasilíumaðurinn Arthur skoraði síðasta mark leiksins á 89. mínútu. Leikurinn endaði 5-0.

Martin Braithwaite, leikmaðurinn sem Barcelona fékk leyfi til að kaupa utan félagskiptaglugga í vikunni, kom inn á sem varamaður fyrir Antoine Griezmann á 72. mínútu.

Barcelona gerði Leganes þann grikk að kaupa Braithwaite fyrir riftunaverð í samningi hans. Barca fékk leyfi til að kaupa hann út af meiðslum, en Leganes fékk svo ekki leyfi til að fá inn mann í stað Braithwaite.

Leagnes er í fallbaráttu og tapaði í dag fyrir Celta Vigo. Iago Aspas skoraði þar eina markið fyrir Celta sem lék einum færri út af rauðu spjaldi á 21. mínútu.

Leganes er núna fimm stigum frá öruggu sæti, en Celta situr í 17. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Barcelona 5 - 0 Eibar
1-0 Lionel Andres Messi ('14 )
2-0 Lionel Andres Messi ('37 )
3-0 Lionel Andres Messi ('40 )
4-0 Lionel Andres Messi ('87 )
5-0 Arthur ('89 )

Celta 1 - 0 Leganes
1-0 Iago Aspas ('62 )
Rautt spjald: Filip Bradaric, Celta ('21)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner