Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 22. febrúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Áhugi Manchester United á Sancho minnkar
The Athletic greinir frá því í dag að áhugi Manchester United á að fá kantmanninn Jadon Sancho frá Dortmund hafi minnkað.

Áherslan á Old Trafford verður að fá nýjan framherja og miðvörð í sumar að sögn The Athletic.

Sancho var á óskalista Manchester United í fyrrasumar og talið er að Dortmund sé tilbúið að lækka verðmiðann á leikmanninum í sumar vegna kórónuveirunnar og þar sem hann á þá tvö ár eftir af samningi.

Góð frammistaða Mason Greenwood hefur ýtt Manchester United í að skoða frekar styrkingu í fremstu víglínu og í miðverði í sumar.

Ekki er þó útilokað að United reyni við Sancho en að sögn The Athletic fara líkurnar á því minnkandi.
Athugasemdir