Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Samstarfi KSÍ og Coca Cola til þrjátíu ára lýkur
Aron Einar Gunnarsson drekkur úr Coke glasi á æfingu Íslands.
Aron Einar Gunnarsson drekkur úr Coke glasi á æfingu Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samstarf KSÍ og Coca Cola telur þrjá áratugi en nú er komið að leiðarlokum því bundinn hefur verið endi á samstarfið.

Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur milli KSÍ og Coca Cola og eftir talsverðar viðræður var ákveðið að endurnýja ekki samninginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCEP sem er fyrirtækið á bakvið Coca Cola á Íslandi.

„Í staðinn munum við hjá CCEP halda áfram að styðja það sem við köllum daglega grasrótina, eða barna og unglingastarf íþróttafélaganna sjálfra," segir í tilkynningunni.

„Við erum mjög ánægð með samstarfið við KSÍ sem hafði varið í mörg ár en teljum rétt á þessum tímapunkti að beina sjónum okkar í aðildafélögin sjálf og í önnur verkefni. Það er margt spennandi að gerast hjá þeim öllum, mikil uppbygging á mannvirkjum, starfið er alltaf að aukast, fjölbreytni greina að aukast og fjöldi iðkenda sömuleiðis. Með þessu erum við að fylgja stefnu okkar um að styðja við nærumhverfi okkar og láta gott af okkur leiða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner