Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Gasperini: Alls ekki ætlun mín að móðga Lookman
Mynd: EPA
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nígeríska framherjann Ademola Lookman, sem klúðraði vítaspyrnu í mikilvægum leik gegn Club Brugge í Meistaradeildinni á dögunum.

Atalanta var þremur mörkum undir gegn Club Brugge í hálfleik og á leið úr keppni.

Lookman kom inn í hálfleik og skoraði strax, en gat síðan minnkað muninn er liðið fékk vítaspyrnu. Hann er ekki vítaskytta liðsins, en ákvað samt að taka spyrnuna.

Nígeríumaðurinn klúðraði spyrnunni og fór það svo að Atalanta tapaði einvíginu, en eftir leik sagði Gasperini að vítið hafi verið eitt það versta sem hann hafði augum barið.

Þessi ummæli féllu ekki í kramið hjá Lookman sem sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með orð Gasperini.

Ítalski þjálfarinn ætlaði ekki að mógða Lookman og hefur óbeint beðið leikmanninn afsökunar.

„Lookman hafði mikil áhrif á leikinn. Þetta átti ekki að vera niðrandi yfirlýsing. Ég hefði vilja að sterkur leikmaður eins og hann myndi segja De Ketelaere að halda boltanum og setja hann í netið. Lookman getur orðið að vítaskyttu liðsins. Hann móðgaðist yfir þessu en það var ekki ætlun mín að móðga neinn,“ sagði Gasperini.
Athugasemdir
banner
banner