Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   lau 22. febrúar 2025 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: VAR átti ekki að skerast inn í leikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Moyes þjálfari Everton svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton var sterkari aðilinn í leiknum og komst í tveggja marka forystu fyrir leikhlé en Rauðu djöflunum tókst að jafna í seinni hálfleik.

Ashley Young flaug til jarðar í uppbótartíma, í stöðunni 2-2, og dæmdi Andy Madley dómari leiksins vítaspyrnu. Eftir athugun ákvað VAR-teymið að senda Madley í skjáinn og hætti hann við upprunalegan dóm.

Madley fékk þó aðeins að skoða eitt sjónarhorn í endursýningunni, en það sjónarhorn sýndi ekki peysutog hjá bæði Matthijs de Ligt og Harry Maguire áður en Young lét sig falla til jarðar með tilþrifum.

„Ég held að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun í rauntíma og hann átti að halda sig við hana. Ég held að allir sem horfa á fótbolta vilji sjá dómara standa við það sem þeir dæma upprunalega," sagði Moyes.

„Mér fundust þetta ekki vera augljós mistök hjá dómaranum og því hefði hann ekki átt að vera sendur í skjáinn.

„Ég veit ekki alveg hverjum á að kenna um þessa ákvörðun, að mínu viti átti VAR aldrei að skerast inn í leikinn."


   22.02.2025 14:52
Sjáðu atvikið: Átti Young að fá víti undir lokin?

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner