Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. mars 2020 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alderweireld gefur spjaldtölvur
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld, miðvörður Tottenham, ætlar að kaupa spjaldtölvur til að hjálpa þeim sem eru í neyð vegna kórónuveirunnar.

Alderweireld segir frá því í myndbandi á Twitter að hann ætli sér að kaupa fjölda spjaldtölva með það að markmiði að hjálpa þeim sem veikir eru að halda sambandi við fjölskyldu og vini.

„Fólk sem er veikt getur ekki hitt fjölskyldu og vini. Sv að planið mitt er að kaupa fjölda spjaldtölva og gefa sjúkrahúsum og hjúkrúnarheimilum þær þannig að fólk geti enn rætt við fjölskyldu og vini í gegnum myndbandstækni."

Alderweireld hvetur aðra til að leggja sitt af mörkum og segir: „Saman erum við áfram sterk."

Mjög fallega gert hjá belgíska miðverðinum, en myndband hans er hér að neðan.


Athugasemdir
banner