Það eru sex leikir á dagskrá í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM 2026 í dag og í kvöld.
Fjörið hefst klukkan 14:00 þegar Liechtenstein tekur á móti Norður-Makedóníu og að þeirri viðureign lokinni hefjast tveir aðrir slagir.
Moldóva tekur þar á móti frændum okkar frá Noregi, sem eru með ógnarsterka leikmenn innanborðs, á meðan Svartfjallaland fær smáþjóð Gíbraltar í heimsókn.
Tékkland spilar svo við Færeyjar í kvöld á sama tíma og Ísrael og Wales eiga heimaleiki við Eistland og Kasakstan.
Leikir dagsins
14:00 Liechtenstein - Norður Makedónía
17:00 Moldova - Noregur
17:00 Svartfjallaland - Gibraltar
19:45 Tékkland - Færeyjar
19:45 Ísrael - Eistland
19:45 Wales - Kasakstan
Athugasemdir