Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Leicester sannfærandi - Stóri Sam á leið niður í fyrsta sinn
Leicester er í þriðja sæti.
Leicester er í þriðja sæti.
Mynd: EPA
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
Leicester City 3 - 0 West Brom
1-0 Jamie Vardy ('23 )
2-0 Jonny Evans ('26 )
3-0 Kelechi Iheanacho ('36 )

Leicester vann einfaldan sigur á West Brom í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Refirnir stjórnuðu ferðinni frá A til Ö og gengu frá leiknum áður en flautað var til hálfleiks.

Jamie Vardy skoraði fyrsta markið á 23. mínútu. Youri Tielemans átti frábæra sendingu á Timothy Castagne; bakvörðurinn sendi boltann á Vardy sem kláraði vel.

Þremur mínútum síðar skoraði Jonny Evans, fyrrum leikmaður West Brom, eftir hornspyrnu Tielemans. Kelechi Iheanacho, sem hefur verið sjóðandi heitur undanfarnar vikur, gerði svo þriðja markið á 36. mínútu eftir undirbúning Vardy.

„Þegar þeir eru á deginum sínum þá er Leicester líklega uppáhalds liðið mitt til að horfa á í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru ekki að halda boltanum bara af því bara, en þeir eru ekki of beinskeyttir heldur. Þetta er hratt og fínt," skrifaði Tom Rostance í beinni textalýsingu BBC.

Það voru engin mörk skoruð í seinni hálfleiknum en heilt yfir frábær frammistaða hjá Leicester sem er í þriðja sæti með 59 stig. West Brom er níu stigum frá öruggu sæti þegar liðið á sex leiki eftir. Þetta verður erfitt verkefni fyrir þá og útlit fyrir að Sam Allardyce, stjóri West Brom, sé að fara að falla úr ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á sínum stjóraferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner