Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn sneri aftur eftir langa fjarveru - stoðsendingahæst síðast
Þórdís kemur inná í gær.
Þórdís kemur inná í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom inná sem varamaður í sigri Vals á Þór/KA í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur hennar í deildinni síðan sumarið 2022.

Þórdís Hrönn hafði spilað tvo leiki í Lengjubikarnum í byrjun síðasta árs þegar hún varð fyrir því óhappi að slíta krossband í hné.

Þetta varð til þess að hún missti af öllum leikjum síðasta árs með liðinu og hefur verið í endurhæfingu eftir meiðslin.

Hún hefur ekki náð að spila með Val í Lengjubikarnum það sem af er þessu ári en kom inná í uppbótartíma í gær.

Þórdís spilaði allt tímabilið 2022 með Val en þá var hún með flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni auk þess að skora sex mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner