Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fram fær Söru aftur frá Blikum (Staðfest)
Mynd: Fram
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir er gengin aftur til liðs við Fram á láni eftir að hafa skorað 2 mörk í 7 leikjum með liðinu í Lengjudeildinni í fyrra.

Sara Svanhildur er fædd 2005 og á tvo U19 landsleiki að baki. Hún er uppalin hjá Breiðabliki og á einn deildarleik að baki í Bestu deildinni, auk þess að hafa spilað 32 leiki í Lengjudeildinni með Augnabliki.

Fram komst upp úr Lengjudeildinni í fyrra og því fær Sara að reyna fyrir sér í Bestu deildinni í sumar. Hún sér fram á að fá meiri spiltíma hjá Fram heldur en með ógnarsterku meistaraliði Breiðabliks.

Sara Svanhildur stóð sig gríðarlega vel með Fram í fyrra en missti af stærsta hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner