Manchester City vann dramatískan sigur á Aston Villa í kvöld.
Það stefndi allt í jafntefli en Matheus Nunes skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Pep Guardiola var í skýjunum með sigurinn.
Það stefndi allt í jafntefli en Matheus Nunes skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Pep Guardiola var í skýjunum með sigurinn.
„Við erum ekki vanir þessu. Að vinna á síðustu mínútu tilheyrir Liverpool. Við erum að fara í síðustu fjóra leikina, við vitum að lið eins og Aston Villa sem er að berjast í Meistaradeildinni ere eitt besta lið Evrópu," sagði Guardiola.
„Við spiluðum mjög vel. Vorum ákveðnir í einvígum og öftustu fjórir voru stórkostlegir. Fótbolti er tilfinningaríkur, síðustu tveir leikir voru erfiðir svo við erum í skýjunum."
Man City er í 3. sæti með 61 stig en Aston Villa í 7. sæti með 57 stig, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir