Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ólafur Jóhann Bergmann (Völsungur)
Lengjudeildin
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn.
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geitinni boðið í mat.
Geitinni boðið í mat.
Mynd: EPA
Fann sig knúinn til að nefna Ragnar Braga.
Fann sig knúinn til að nefna Ragnar Braga.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fínn spilari.
Fínn spilari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Ísfjörð, stemningsmaður.
Einar Ísfjörð, stemningsmaður.
Mynd: Völsungur
Arteta fengi erfiða spurningu.
Arteta fengi erfiða spurningu.
Mynd: John Walton
Ein frá 2018 af Ólafi.
Ein frá 2018 af Ólafi.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Enn einn Bergmann bróðirinn? Já, það er víst. Ólafur Jóhann hefur verið í Völsungi allan sinn feril, á að baki 132 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað 17 mörk.

Hann spilaði ekkert tímabilin 2023 og 2024 en er kominn á fulla ferð núna og ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni. Miðjumaðurinn sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson

Gælunafn: Yfirleitt bara kallaður Ólafur en stundum ÓJ

Aldur: 26 á árinu

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Kom inná á móti KFS árið 2015, held ég hafi ekki snert boltann

Uppáhalds drykkur: Nocco Berruba

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo Sushi

Uppáhalds tölvuleikur: Warzone með vinum klikkar seint

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: EpicBet því miður

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða allan daginn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:

Indó kortið þitt sem endar á 7473 er tilbúið til notkunar í Apple Pay. Ef þú bættir Indó kortinu þínu ekki við Apple Pay í símanum þínum skaltu frysta kortið þitt strax og hafa samband við þjónustuver Indó.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jóhann Kristinn og Alli Jói deila þessu

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Verð held ég að segja Ragnar Bragi

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi

Sætasti sigurinn: Verð að segja á móti Tindastól þegar ég skora mitt fyrsta mark fyrir Völsung sem var winner á 90+

Mestu vonbrigðin: Vera ekki partur af ævintýrinu hjá Völsungi í fyrra

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Verð að segja bræður mína Hallgrím og Hrannar, væri gaman að spila með þeim einn daginn

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Andri Valur Bergmann

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar bróðir

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Karólína Lea

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano er mín geit

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekkert stig fyrir 0-0 jafntefli

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég skoraði með skalla á móti KFA, skora aldrei með skalla

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mikið fyrir F1 þessa dagana

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræðin var mér erfið

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem ég man eftir

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Cristiano, Beckham og Roy Keane, fara yfir góðu tímana hjá United

b>Bestur/best í klefanum og af hverju: Erfitt að velja bara einn en Einar Ísfjörð er alvöru stemningsmaður

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Senda Gest Aron í Love Island, alvöru skrokkur á drengnum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Mjög skrítin staðreynd en ég get hnerrað hvenær sem ég vill

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Xabi og Albi eru alvöru gosar, hef gaman af þeim

Hverju laugstu síðast: Hver væri efnilegastur á landinu, hann vildi shoutout

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er illa boring

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arteta hvernig tilfinningin sé að vera með færri titla fyrir Arsenal heldur en Ten Hag fyrir United

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta á völlinn og láta í sér heyra, búa til alvöru stemningu og þá verður þetta frábært sumar hjá okkur.
Athugasemdir
banner