Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 08:24
Elvar Geir Magnússon
Sonur Lindelöf lenti í alvarlegu slysi - „Enni hans opnaðist“
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United.
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Victor Lindelöf yfirgaf Old Trafford í skyndi í hálfleik þegar Manchester United vann sigurinn dramatíska gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Sænski varnarmaðurinn yfirgaf leikvanginn eftir að hann fékk fréttir af því að Francis, yngsti sonur hans, hafi lent í alvarlegu slysi eftir að hann datt í stiga á heimili þeirra.

Maja, eiginkona Lindelöf, hefur lýst slysinu en Francis, sem er þriggja ára, hefur gengist undir lýtaaðgerð til að laga sár hans.

„Klukkutíma fyrir leikinn hringdi barnapían okkar og sagðist vera með Francis í sjúkrabíl á leið á spítalann. Enni hans hafði opnast. Hann var að elta stóra bróður sinn á heimilinu og datt í glerstiganum okkar," segir Maja.

„Enni hans fór í tvennt og hann var á sjúkrahúsinu á fimmtudag og föstudag. Þetta var slæm lífsreynsla en aðgerðin heppnaðist vel og Francis líður vel núna. Hann heldur áfram með sitt líf eins og ekkert hafi í skorist. Læknirinn segir að hann verði með stórt ör á enninu en ég er bara ánægð með að allt hafi endað vel."


Athugasemdir
banner