Heimild: Gula Spjaldið
Víkingur hefur reynta að kaupa Óskar Borgþórsson, leikmann Sogndal, en þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.
Óskar er 21 árs kantmaður/sóknarmaður sem keyptur var til norska félagsins sumarið 2023 eftir að hafa spilað mjög vel með Fylki í Bestu deildinni það sumarið.
Óskar er 21 árs kantmaður/sóknarmaður sem keyptur var til norska félagsins sumarið 2023 eftir að hafa spilað mjög vel með Fylki í Bestu deildinni það sumarið.
Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við norska félagið og á því rúmlega eitt og hálft ár eftir af þeim samningi.
Hann var ekki með Sogndal í 3. umferð norsku 1. deildarinnar í gær vegna veikinda, en liðið vann Ranheim.
Óskar hefur í vetur verið orðaður við Víking í vetur en félagið hefur verið að skoða í kringum sig eftir sölurnar á Ara Sigurpálssyni og Danijel Dejan Djuric í vetur.
„Ég veit að Víkingar eru að reyna fá hann, veit að þeir eru búnir að bjóða, en Sogndal hafnaði því tilboði," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.
Óskar var orðaður við Víking og Breiðablik sumarið 2023 áður en hann hélt til Noregs. Óskar á að baki ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21 landsliðið þar sem hann skoraði eitt mark í síðustu undankeppni.
Athugasemdir