Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. maí 2020 08:32
Magnús Már Einarsson
Henderson ánægður með að vera mættur aftur til æfinga
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er í skýjunum með að vera mættur aftur til æfinga. Lið á Englandi eru byrjuð að æfa í litlum hópum en stefnt er á að hefja leik í deildinni á ný í júní.

„Það er frábært að koma til baka og sjá strákana, fá bolta og senda á milli og spjalla aðaeins. Þetta hefur verið mjög gott og ég hef beðið spenntur eftir þessu í þónokkurn tíma," sagði Henderson.

„Ég held að þetta sé eins með marga af strákunum. Fótboltinn er tekinn frá þér og það er auðvitað erfitt því að á endanum er hann það mikilvægasta hjá okkur."

„Síðan gerist eitthvað svona og það setur lífið í samhengi. Ég er heppinn að vera í þeirri stöðu sem ég er í."

„Ég hef fengið mikinn tíma til að hugsa um hluti en ég var mjög spenntur að koma til baka og spila fótbolta eins fljótt og hægt var, um leið og allt myndi róast og þetta yrði öruggt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner