Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 22. maí 2022 22:49
Ingi Snær Karlsson
Heimir Guðjóns: Þeir kláruðu þennan leik vel
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og vorum búnir að spila þrjá leiki hérna og vinna þá alla og spila vel. Náðum ekki að fylgja því eftir í dag." Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna manna gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst við reyndar byrja leikinn vel og pressan var fín og vorum að skapa einhverjar opnanir en við mættum aldrei í þennan seinni hálfleik. Fyrir utan færið sem við fáum eftir hornspyrnu en eftir það var eitt lið á vellinum og þeir kláruðu þennan leik vel."

Það vantar marga framherja hjá ykkur í dag. Það hlýtur að hafa gert ykkur erfitt fyrir?

„Jújú auðvitað vantar leikmenn en það er fylgifiskurinn í fótbolta, það eru meiðsl og leikbönn og við þurfum að díla við það betur heldur en við gerðum í kvöld."

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru meiddir?

„Þeir verða allir klárir eftir landsleikjahlé."

Hvernig leggst leikurinn í bikar við Breiðablik í þig?

„Bara vel, verðugt verkefni. Blikarnir búnir að vera góðir og við þurfum að vera klárir í 90 mínútur í þeim leik og jafnvel 120. Við þurfum að átta okkur á því að þó við lendum í eitthverju mótlæti þá verðum við að halda áfram og við höfum sýnt það í leikjunum í sumar. Við lentum undir á móti KR og komum tilbaka og við verðum að finna þetta aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner