Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 22. maí 2022 22:49
Ingi Snær Karlsson
Heimir Guðjóns: Þeir kláruðu þennan leik vel
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og vorum búnir að spila þrjá leiki hérna og vinna þá alla og spila vel. Náðum ekki að fylgja því eftir í dag." Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna manna gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst við reyndar byrja leikinn vel og pressan var fín og vorum að skapa einhverjar opnanir en við mættum aldrei í þennan seinni hálfleik. Fyrir utan færið sem við fáum eftir hornspyrnu en eftir það var eitt lið á vellinum og þeir kláruðu þennan leik vel."

Það vantar marga framherja hjá ykkur í dag. Það hlýtur að hafa gert ykkur erfitt fyrir?

„Jújú auðvitað vantar leikmenn en það er fylgifiskurinn í fótbolta, það eru meiðsl og leikbönn og við þurfum að díla við það betur heldur en við gerðum í kvöld."

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru meiddir?

„Þeir verða allir klárir eftir landsleikjahlé."

Hvernig leggst leikurinn í bikar við Breiðablik í þig?

„Bara vel, verðugt verkefni. Blikarnir búnir að vera góðir og við þurfum að vera klárir í 90 mínútur í þeim leik og jafnvel 120. Við þurfum að átta okkur á því að þó við lendum í eitthverju mótlæti þá verðum við að halda áfram og við höfum sýnt það í leikjunum í sumar. Við lentum undir á móti KR og komum tilbaka og við verðum að finna þetta aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
banner