Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   sun 22. maí 2022 22:49
Ingi Snær Karlsson
Heimir Guðjóns: Þeir kláruðu þennan leik vel
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og vorum búnir að spila þrjá leiki hérna og vinna þá alla og spila vel. Náðum ekki að fylgja því eftir í dag." Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna manna gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst við reyndar byrja leikinn vel og pressan var fín og vorum að skapa einhverjar opnanir en við mættum aldrei í þennan seinni hálfleik. Fyrir utan færið sem við fáum eftir hornspyrnu en eftir það var eitt lið á vellinum og þeir kláruðu þennan leik vel."

Það vantar marga framherja hjá ykkur í dag. Það hlýtur að hafa gert ykkur erfitt fyrir?

„Jújú auðvitað vantar leikmenn en það er fylgifiskurinn í fótbolta, það eru meiðsl og leikbönn og við þurfum að díla við það betur heldur en við gerðum í kvöld."

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru meiddir?

„Þeir verða allir klárir eftir landsleikjahlé."

Hvernig leggst leikurinn í bikar við Breiðablik í þig?

„Bara vel, verðugt verkefni. Blikarnir búnir að vera góðir og við þurfum að vera klárir í 90 mínútur í þeim leik og jafnvel 120. Við þurfum að átta okkur á því að þó við lendum í eitthverju mótlæti þá verðum við að halda áfram og við höfum sýnt það í leikjunum í sumar. Við lentum undir á móti KR og komum tilbaka og við verðum að finna þetta aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner