Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 22. maí 2022 22:49
Ingi Snær Karlsson
Heimir Guðjóns: Þeir kláruðu þennan leik vel
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og vorum búnir að spila þrjá leiki hérna og vinna þá alla og spila vel. Náðum ekki að fylgja því eftir í dag." Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna manna gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst við reyndar byrja leikinn vel og pressan var fín og vorum að skapa einhverjar opnanir en við mættum aldrei í þennan seinni hálfleik. Fyrir utan færið sem við fáum eftir hornspyrnu en eftir það var eitt lið á vellinum og þeir kláruðu þennan leik vel."

Það vantar marga framherja hjá ykkur í dag. Það hlýtur að hafa gert ykkur erfitt fyrir?

„Jújú auðvitað vantar leikmenn en það er fylgifiskurinn í fótbolta, það eru meiðsl og leikbönn og við þurfum að díla við það betur heldur en við gerðum í kvöld."

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru meiddir?

„Þeir verða allir klárir eftir landsleikjahlé."

Hvernig leggst leikurinn í bikar við Breiðablik í þig?

„Bara vel, verðugt verkefni. Blikarnir búnir að vera góðir og við þurfum að vera klárir í 90 mínútur í þeim leik og jafnvel 120. Við þurfum að átta okkur á því að þó við lendum í eitthverju mótlæti þá verðum við að halda áfram og við höfum sýnt það í leikjunum í sumar. Við lentum undir á móti KR og komum tilbaka og við verðum að finna þetta aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
banner
banner