
Völsungur fann fyrsta sigur sinn í 2. deild kvenna í gær og þá fór Einherji létt með Sindra, 5-0, á Vopnafirði.
Völsungur lagði ÍH að velli, 2-1, á Húsavík. Hildur Anna Brynjarsdóttir skoraði á 37. mínútu en Emma Björt Arnarsdóttir svaraði hálftíma síðar.
Hildur Anna Brynjarsdóttir gerði sigurmark Völsungs á 82. mínútu og á sömu mínútu var Þórdís Ösp Melsted, leikmaður ÍH, rekin af velli.
Völsungur er með 3 stig eftir þrjá leiki en ÍH með 6 stig.
Einherji vann þá annan leik sinn í deildinni er liðið kjöldró Sindra, 5-0. Coni Adelina Ion skoraði eina markið í fyrri hálfleik en þær Violeta Mitul, Karólína Dröfn Jónsdóttir, Bernadett Viktoria Szeles og Oddný Karólína Hafsteinsdóttir kláruðu leikinn í síðari. Einherji er með 6 stig en Sindri aðeins 1 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Völsungur 2 - 1 ÍH
1-0 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('37 )
1-1 Emma Björt Arnarsdóttir ('67 )
2-1 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('82 )
Rautt spjald: Þórdís Ösp Melsted , ÍH ('82)
Einherji 5 - 0 Sindri
1-0 Coni Adelina Ion ('5 )
2-0 Violeta Mitul ('56 )
3-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('57 )
4-0 Bernadett Viktoria Szeles ('64 )
5-0 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('78 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir