Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ákveður að ráðast á mig á samfélagsmiðlum í stað þess að gagnrýna rasistana“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinicius Jr, sóknarmaður Real Madrid á Spáni, skilur ekkert í svarinu sem Javier Tebas, forseti La Liga, birti á samfélagsmiðlum eftir atburðinn sem átti sér stað í leik Madrídinga við Valencia í gær.

Brassinn er orðinn þreyttur á aðgerðarleysi La Liga þegar það kemur að kynþáttafordómum á leikjum.

Hann hefur þurfti að glíma við kynþáttaníð oftar en einu sinni og tvisvar á þessari leiktíð og hefur Tebas áður lofað því að gera eitthvað í málinu.

Gærdagurinn var sorglegur í þeirri baráttu en Vinicius grét og kallaði eftir því að láta fjarlægja stuðningsmenn sem kölluðu hann öllum illum nöfnum á meðan leik stóð.

Þetta hafði áhrif á leik hans og undir lokin sauð allt upp úr. Hann var sá eini sem var rekinn af velli fyrir að slá til Hugo Duro, leikmanns Valencia, en ef myndband af atvikinu er skoðað var það hreint með ólíkindum að hann hafi verið sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið.

Vinicius var tekinn í höfuðlás og haldið föstum og þegar hann reyndi að losa sig sló hann í átt að Duro og fékk því reisupassann en eftir leikinn sagði hann að rasistarnir hefðu unnið baráttuna þar sem hann þurfti að fara af velli.

Hann gagnrýndi La Liga eftir leikinn og svaraði Tebas honum með því að ráðast á hann. Sagði hann að Vinicius þyrfti að fræða sig betur og ekki láta ráðskast svona með sig og nú hefur þessi hæfileikaríki sóknarmaður svarað fyrir sig.

„Enn og aftur ákveður þú að ráðast á mig á samfélagsmiðlum í stað þess að gagnrýna rasistana. Ég er ekki vinur sem þú getur spjallað við um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Myllumerki ( e. hashtags) hreyfa ekki við mér,“ sagði Vinicius á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner