Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 22. maí 2023 23:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allegri pirraður á ítalska sambandinu: Ákveðið ykkur
Mynd: EPA

Það hefur mikið gengið á hjá Juventus síðustu daga en liðið féll úr leik í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni og féll úr Meistaradeildarsæti í ítölsku deildinni í dag.


Mikið hefur gengið á á bakvið tjöldin hjá félaginu en liðið var kært og 15 stig dregin af þeim vegna mútumála snemma á tímabilinu en liðið fékk stigin svo til baka eftir áfrýjun.

Það kom hins vegar í ljós rétt fyrir leik liðsins í kvöld gegn Empoli sem liðið tapaði að 10 stig yrðu dregin af liðinu.

Það þýðir að liðið féll úr 2. sæti niður í 7. sæti og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti fyrir tvær síðustu umferðirnar. Max Allegri stjóri liðsins segist ekki vera á förum frá félaginu.

„Ef þú ert fallinn úr leik í öllum keppni verðuru að gera ákveðið plan. Ég get ekki sagt að Juventus muni fara að vinna titla strax á næsta tímabili en aðal atriðið er að vera samstíga í gegnum erfiðleika," sagði Allgeri.

„Það væri skortur á hugrekki hjá mér að yfirgefa Juventus á þessu augnabliki, ég er svekktur í kvöld því það var tækifæri en ég get ekki dæmt liðið fyrir neitt því þetta hefur verið erfitt."

Allegri biður ítalska sambandið um að ákveða sig.

„Ég vil benda á eitt: Juventus er í 2. sæti í töflunni, við höfum unnið fyrir því á vellinum. Við samþykkjum allt en ég vona að þetta verði græjað í eitt skipti fyrir öll. Ákveðið ykkur hvar þið viljið hafa Juventus, segið okkur það og leysið vandamálið," sagði Allegri.

„Þetta er virðingarleysi gagnvart fólki sem vinnur, leikmönnum og þjálfurum. Ég er ekki að segja þeim hvað á að gera en ég bið þá að taka ákvörðun. Þetta er alveg ótrúlegt, nóg er nóg."


Athugasemdir
banner
banner
banner