Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti brjálaður eftir atvik gærdagsins - „Þetta er risastórt vandamál fyrir La Liga“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er leiður yfir því sem átti sér stað í 1-0 tapi liðsins gegn Valencia í gær.

Enn og aftur varð Vinicius Jr fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsfólks andstæðinganna.

Hann var síðan rekinn af velli í uppbótartíma eftir rifrildi við leikmenn Valencia. Vinicius var sá eini sem var rekinn af velli sem er ótrúlegt í ljósi þess að minnsta kosti tveir leikmenn Valencia hafi farið langt yfir strikið í æsingnum.

Ancelotti á erfitt með að skilja það sem er í gangi og segist hann afar leiður yfir þessu.

„Það þarf að stöðva leikinn. Það er ekki hægt að halda áfram, það er ómögulegt. Ég sagði dómaranum að ég ætlaði að skipta honum af velli.“

„Ég er mjög leiður og gat aldrei hugsað til þess að ég þyrfti að taka leikmann af velli útaf móðgunum. Það eina sem hann vill gera er að spila fótbolta. Vinicius er ekki reiður heldur mjög leiður.“

„Hann vildi ekki spila lengur og ég sagði að það væri rétt hjá honum. Þetta er stórt vandamál fyrir La Liga. Það er fullur völlur þar sem þeir eru að kalla hann apa og þetta er ekki bara ein manneskja,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner