Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 22. maí 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta lítur á Gundogan sem fullkominn kost
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Arsenal missti af Englandsmeistaratitlinum í hendur Manchester City um liðna helgi eftir að hafa leitt mótið lengst af.

David Ornstein skrifar í dag um það fyrir The Athletic að það sé búist við stórum sumarglugga hjá Arsenal.

Hann kemur einnig inn á að það sé lykilatriði fyrir félagið að styrkja miðsvæðið og aðalskotmarkið fyrir sumarið sé Declan Rice, fyrirliði West Ham.

Arsenal er líka að horfa til Mason Mount hjá Chelsea og þar sem Granit Xhaka er líklega að fara til Bayer Leverkusen, þá gæti Arsenal horft í það að bæta enn fleiri miðjumönnum við.

Ilkay Gundogan, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Manchester City, er að verða samningslaus og Ornstein segir frá því að Arsenal hafi mikinn áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vann með hinum 32 ára gamla Gundogan hjá City og vill ólmur fá hann í staðinn fyrir Xhaka, hann horfir á hann sem fullkominn kost í það.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist, hvort að Gundogan verði áfram hjá City eða breyti til í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner