mán 22. maí 2023 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Baldur um olnboga Nikolaj: Galið að vera að líkja þessu saman
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Nikolaj Hansen framherji Víkinga hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið.

Hann fékk olnbogaskot í andlitið frá Kjartani Henry Finnbogasyni leikmanni FH sem varð til þess að Kjartan var dæmdur í eins leiks bann.


Einhverjir kölluðu eftir því að Nikolaj fengi bann fyrir að slá olnboganum í andlitið á Eið Atla Rúnarsson leikmanni HK í leik liðanna í Kórnum í gær.

Atvikið var rætt í Stúkunni í kvöld en Baldur Sigurðsson er á þeim buxunum að þetta eigi að láta kyrrt liggja.

„Ég myndi ekki gera það. Mér finnst þetta í rauninni galið að vera líkja þessu saman og segja: Jæja hvað mun Klara gera í þessu? Mér finnst vera stigsmunur á þessu. Nikolaj lítur aldrei aftur á bak, hann notar hendurnar til að stökkva upp og er á undan," sagði Baldur.

„Því miður þá gerist þetta bara, við höfum allir lent í þessu. Sumir dómarar gefa gult á svona en þetta er heiðarleg barátta sem endar því miður svona vont fyrir [Eið Atla]."


Athugasemdir
banner
banner
banner