
Valskonur eru komnar á toppinn í Bestu deild kvenna eftir úrslit kvöldsins en liðið lagði ÍBV á Origo vellinum í kvöld.
Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Valur fékk hornspyrnu á síðustu mínútunni og úr henni kom mark sem Jamia Fields skoraði.
Eyjakonur vildu fá vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik þegar Olga Sevcova féll í teignum en ekkert var dæmt.
Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka gulltryggði svo Anna Rakel Pétursdóttir sigur Valskvenna með stórkostlegu marki. Skot fyrir utan teiginn í samskeytin.
Í Laugardalnum fékk Þrótt lið Þórs/KA í heimsókn en norðankonur voru á toppnum fyrir leiki kvöldsins.
Markalaust var allt fram á 79. mínútu þegar heimakonur komust yfir en gestirnir jöfnuðu metin en þar var Kimberley Dóra Hjálmarsdótir að verki með góðu skoti.
Það var síðan í uppbótartíma sem Freyja Karín Þorvarðardóttir tryggði Þrótti sigur. Með sigrinum fer Þróttur upp í annað sætið en Þór/KA fellur niður í 3. sætið.
Valur 2 - 0 ÍBV
1-0 Jamia Fields ('45 )
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('76 )
Þróttur R. 2 - 1 Þór/KA
1-0 Tanya Laryssa Boychuk ('79 )
1-1 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('84 )
2-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('90 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |