
Keflavík 1 - 0 Selfoss
1-0 Linli Tu ('34 )
Keflavík fékk Selfoss í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með 1-0 forystu inn í hálfleik. Linli Tu skoraði markið eftir sendingu frá Sandra Voitane.
Selfyssingar settu meiri kraft í þetta í seinni hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið og sigur Keflavíkur því staðreynd.
Selfoss fékk síðasta tækifærið í uppbótartíma en skallinn eftir hornspyrnu fór framhjá markinu.
Athugasemdir