Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. maí 2023 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Dramatík í fyrsta útisigri FH í sumar
Davíð Snær Jóhannsson átti stóran þátt í sigurmarkinu.
Davíð Snær Jóhannsson átti stóran þátt í sigurmarkinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 2 - 3 FH
1-0 Hermann Þór Ragnarsson ('11 )
1-1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('19 )
1-2 Steven Lennon ('53 )
2-2 Alex Freyr Hilmarsson ('63 )
2-3 Guy Smit ('92, sjálfsmark)

Rautt spjald: Hermann Þór Ragnarsson, ÍBV ('79) Lestu um leikinn


ÍBV fékk FH í heimsókn í hörku leik í Bestu deildinni í kvöld.

FHingum hefur gengið afar illa á útivelli í sumar en liðið hafði aðeins nælt í eitt stig fyrir þennan leik. Þetta byrjaði illa fyrir gestina þar sem ÍBV komst yfir eftir aðeins rúmar 10 mínútur.

FH náði þó að svara stuttu síðar og staðan var jöfn í hálfleik.

FH komst svo yfir með marki Steven Lennon en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin stuttu síðar.

Hermann Þór Ragnarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna en hann lauk leik á 79. mínútu þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla leikmann FH.

Einum manni fleiri tókst FHingum að næla í stigin þrjú en það var Davíð Snær Jóhannsson sem skaut boltanum í stöngina og þaðan fór hann í bakið á Guy Smit og í netið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner